Stjarnan x Puma - Tilkynning vegna búningamála

Stjarnan x Puma - Tilkynning vegna búningamála

Vegna umræðu um keppnisbúninga knattspyrnudeildar vill UMF Stjarnan koma eftirfarandi á framfæri.

 

Árið 2022 skrifuðu Stjarnan og Margt Smátt undir samning til 4 ára um notkun íþróttafatnaðar frá Puma fyrir iðkendur, keppnisfólk & starfsmenn Stjörnunnar. Í samningnum, líkt og fyrri samningum sem félagið hefur gert við íþróttavöruframleiðanda hefur verið tekið fram að líftími keppnisbúninga félagsins sé tvö ár og að þeim tíma loknum þá komi nýr keppnisbúningur. Skiptin eru bundin við uppfærslu á vörulínum hjá Puma ásamt því að núverandi treyja er hætt framleiðslu.

 

Knattspyrnudeild hefur lokið þessum tveimur keppnistímabilum og við tekur nýr búningur fyrir tímabilin 2024 og 2025. Aðrar deildir innan félagsins eru vetrardeildir og því fara skiptin ekki fram innan þeirra deilda fyrr en haustið 2024 og þeirra keppnistreyjur verða notaðar út tímabilið sem að lýkur vorið 2026.

 

Við val á nýjum keppnistreyjum var lagt allt kapp á það í samstarfi við Margt Smátt að hafa þær eins líkar og fyrri treyjur svo hægt væri að nýta eldri búninga áfram. Stuttbuxur og sokkar við nýjan búning verða þær sömu og áður. Iðkendur sem hafa nýlega endurnýjað keppnisbúning og annan varning frá Puma munu að sjálfsögðu geta nýtt hann áfram.

 

Knattspyrnudeild í samstarfi við Margt Smátt sendi frá sér tilkynningu með góðum fyrirvara vegna búninga sem koma í sölu í febrúar 2024 til þess að allir forráðamenn innan deildarinnar væru upplýstir í tíma. Búningurinn verður kynntur við fyrsta tækifæri og hægt verður að kaupa gjafabréf fyrir nýjum varningi hjá Margt Smátt fyrir jólin. 

 

SKÍNI STJARNAN 

 

Stjörnukveðja,

F.h Stjörnunnar                                                      F.h Margt Smátt

Baldvin Sturluson, framkvæmdastjóri                   Hlini Baldursson, sölufulltrúi

                                                                              TeamSport.is

 

 

 

Til baka í blogg