Uppskeruhátíð handknattleiksdeildar - Meistaraflokkar

Uppskeruhátíð handknattleiksdeildar - Meistaraflokkar

Lokahóf meistaraflokka karla og kvenna fór einnig fram og voru þar veittar viðurkenningar ásamt því að leikmenn sem eru að hætta og sjálfboðaliðum var þakkað fyrir veturinn. 

Elísabet og Arnór hafa ákveðið að hætta sem leikmenn, en taka við nýjum hlutverkum innan félagsins sem þjálfarar, Arnór sem markmannsþjálfari og Elísabet (Lísa) sem aðstoðarþjálfari mfl kvk. Mikill fengur fyrir félagið að halda þeim áfram í starfinu, enda miklar fyrirmyndir og munu án efa njóta sín í nýju hlutverki.
 
Lísa er uppalin í ÍR en kemur í Stjörnuna 2004. Fyrir utan stutt stopp árið 2013 hefur Lísa spilað með Stjörnunni allan sinn meistaraflokks feril og unnið bæði Íslands og bikarmeistaratitla. Lísa átti einnig góðan tíma með íslenska landsliðinu og hefur spilað með því 64 leiki. Ásamt þessum árangri hefur Lísa þjálfað yngri flokka og miðlað af reynslu sinni og þekkingu.
 
Arnór hefur staðið í markinu hjá Stjörnunni undanfarin 2 ár en hefur nú ákveðið að söðla um og færa sig alfarið í þjálfun. Við Stjörnufólk og þjálfarar erum alsæl með að fá þennan reynslumikla og metnaðarfulla markmann í þjálfarateymin. Stjörnubikarinn fékk Hanna Guðrún Stefánsdóttir, það er bikar sem leikmenn og gestir lokahófsins velja. Hanna er vel að þessum verðlaunum komin enda ein af okkar allra bestu handboltakonum síðustu áratugina. Hanna Guðrún ætlar að leggja keppnisskóna á hilluna í bili allavega. Hanna hóf feril sinn í meistaraflokki með Haukum árið 1995 og hefur síðan þá að undanskildu einu ári í atvinnumennsku í Danmörku leikið í efstu deild á Ísland. Hanna kom í Stjörnuna 2010 og síðan þá höfum við notið krafta hennar bæði innan vallar sem utan. Hún er næst leikjahæsti leikmaður A landsliðs kvenna en hún lék 142 landsleiki og skoraði í þeim 458 mörk. Hanna Guðrún er einstakur leikmaður, mikill liðsmaður og góð fyrirmynd, sem hefur alla tíð gefið allt sitt í handboltann. Félagsskapurinn og liðsheildin innan vallar sem utan er betri með eina Hönnu sér við hlið.
 
Eftirtaldir hlutu viðurkenningar:
 
Meistaraflokkur kvenna:
Leikmaður ársins - Meistaraflokkur kvenna. - Helena Rut Örvarsdottir 
Sóknarmaður ársins - Meistaraflokkur kvenna- Lena Margrét Valdimarsdóttir 
Varnarmaður ársins - Meistaraflokkur kvenna-  Darija Zecevic  
Efnilegasti leikmaður ársins - Meistaraflokkur kvenna. - Anna Karen Hansdóttir
Leikmaður ársins meistaraflokkur kvenna: Helena Rut Örvarsdóttir
Efnilegasti leikmaður ársins meistaraflokkur kvenna: Anna Karen Hansdóttir
Meistaraflokkur karla:
Leikmaður ársins - Meistaraflokkur karla - Þórður Tandri Ágústsson
Sóknarmaður ársins - Meistaraflokkur karla - Starri Friðriksson
Varnarmaður ársins - Meistaraflokkur karla - Tandri Már Konráðsson  
Efnilegasti leikmaður ársins - Meistaraflokkur karla - Heiðar Rytis Guðmundsson
Sóknarmaður ársins meistaraflokkur karla: Starri Friðriksson
Efnilegasti leikmaður ársins meistaraflokkur karla: Heiðar Rytis Guðmundsson
Til baka í blogg