• Skráning fer fram á abler

    Hlaupatímatímabilið 2025-2026 er frá 1. sept 2025 til 31. ágúst 2026.

    Árgjaldið er 33.000 kr. og  makagjaldið er 26.000 kr. (Munið eftir íþróttastyrkjum stéttarfélaganna)

    Þegar greiðsla hefur farið fram er sótt um aðild að Facebook síðu okkar: Virkar Stjörnur

  • HLAUPAHÓPUR STJÖRNUNNAR - opin síða. “ Like-síða hlaupahópsins.

    VIRKAR STJÖRNUR - fyrir meðlimi hlaupahópsins.

  • Stjörnuhlaup Sport24 er árlegur hlaupaviðburður í Garðabæ sem sameinar keppnisanda, gleði, hreyfingu og útivist. Hlaupahópur Stjörnunnar er framkvæmdaraðili hlaupsins. Boðið upp á þrjár vegalengdir sem henta bæði byrjendum og reyndari hlaupurum og liggja allar hlaupaleiðirnar um fallega stíga Garðabæjarmegin í Heiðmörk í einstöku landslagi og umhverfi. Stjörnhlaup Sport24 er almenningshlaup og fyrir alla sem vilja hreyfa sig og njóta fallegrar náttúru í leiðinni.

    Hlaupaleiðir: Myndband

    Skráning: Netskráning.is

    Facebook: Stjörnuhlaup Sport24

    Myndir 2025

  • HLAUPARÁÐ:

    Árni Möller - Formaður

    Agnar Jón Ágústsson - Gjaldkeri

    Helga Melstað - Ritari

    Geir Þórarinn Gunnarsson - Meðstjórnandi

    Helgi Magnússon - Meðstjórnandi

    Sigurbjörg Jóhannesdóttir - Meðstjórnandi

    Halldór Þorkelsson - meðstjórnandi

    ÞJÁLFARI:

    Arnar Pétursson - https://www.arnarpeturs.com/

HLAUPAHÓPUR STJÖRNUNNAR

Hlaupahópur Stjörnunnar er hluti af Almenningsíþróttadeild Stjörnunnar. Skráning í hópinn fer fram á abler. Eftir greiðslu árgjalds er boðið upp á maka- eða fjölskylduafslátt.

Þjálfun og markmið

Yfirþjálfari hópsins er Arnar Pétursson. Markmið með þjálfuninni er að bæta heilsu iðkenda, lágmarka líkur á meiðslum og ýta undir langtíma árangur. Áhersla er á skemmtilegar og fjölbreyttar æfingar í gegnum allt æfingatímabilið sem henta byrjendum sem og lengra komnum.

Æfingar og dagskrá

Æfingar eru skipulagðar fjórum sinnum í viku, þar af 3 með þjálfara.

Vetrardagskrá (1. okt – 31. mars):

  • Mán. kl. 17:30 – Útiæfing frá Ásgarði*

  • Mið. kl. 17:30 – Styrktaræfing í Miðgarði*

  • Fim. kl. 19:10 – Gæði í FH-Höll*

  • Lau. kl. 9:30 – Langt & rólegt frá Ásgarði

Sumardagskrá (1. apr – 30. sep):

  • Mán. kl. 17:30 – Fartlek frá Ásgarði*

  • Mið. kl. 17:30 – Styrktaræfing í Miðgarði*

  • Fim. kl. 17:30 – Utanvegahlaup frá Miðgarði*

  • Lau. kl. 9:00 – Langt & rólegt frá Ásgarði

* Með þjálfara

Þjálfari gefur út hlaupaáætlanir tvær vikur fram í tímann ásamt því birta allar æfingar sérstaklega með tilkynningu á meðlimi hlaupahópsins. Þetta auðveldar meðlimum að fylgja æfingaáætluninni, jafnvel þótt þeir komist ekki á æfinguna. – tilkynningar fara inn á lokuðu Facebook-síðu hópsins Virkar Stjörnur.

Samskipti og Facebook-síður

Virkir meðlimir geta óskað eftir aðgangi á lokaða Facebook-síðu hópsins, Virkar Stjörnur, þar sem öll samskipti milli þjálfara og meðlima fara fram, þar á meðal æfingadagskrá og áherslur á milli tímabila.

Önnur facebook síða hópsins; Hlaupahópur Stjörnunnar - opin síða er fyrir allar almennar upplýsingar úr hlaupasamfélaginu og hugsuð sem like síða.

Félagslíf og viðburðir

Til að stuðla að nýliðun er tekið sérstaklega vel á móti nýjum félögum. Ársáætlun hópsins inniheldur einnig fjölmarga félagslega viðburði, og starfandi er Hlauparáð sem sér um rekstur og viðburði hlaupahópsins. Þar má nefna árlegt Stjörnuhlaup, sem haldið er á vordögum.

Sjáumst á hlaupum!

Netfang: hlaupahopur@stjarnan.is

  • Skráning: abler

  • Upplýsingar um Stjörnuhlaupið: Stjörnuhlaup Sport24

  • Um Hlaupahópinn: https://www.stjarnan.is/hlaupahopur

  • Tengiliður, Árni Möller – 8996167